Monday, September 17, 2007

....

Það eru alltaf hlutir sem maður ætti ekki (að hafa ástæðu til) að venjast. Ég held að ég sé að venjast nokkrum þeirra.

Kannski.
Kannski ekki?

Sólin skein nánast ekkert í dag. Það er allt grátt. Og dagurinn er búinn að vera langur. Ekki slæmur, en langur.

Ég held að uppáhalds tími dagsins í dag sé göngutúrinn minn í rigningunni (slyddunni), að bílnum.

Ef þú hefðir nægilega mikið af upplýsingum, ef þú vissir nóg.. og hefðir gáfur, ætlun, þá gætirðu spáð. Þú gætir spáð um útkomur, þú gætir valdið útkomum, þú gætir valið/ákveðið hvaða hlutir þyrftu að vera á sínum stað, eða fluttir, til að láta eitthvað gerast, eða hindra eitthvað í að gerast.

Við höfum alltaf val.