Monday, October 29, 2007

Dularfulla peysan mín!

Ég er svoo glöð með nýju peysuna mína!

Fékk hana í pósti í dag og ég get ekki hætt að brosa. Hún er blá og dularfull. Pínu jólaleg og afar brosleg. Mér líður eins og prinsessu í henni. Hún er með stóóóórum kraga sem ég get breytt í hettu. Og hún er svo sæt að mig langar ekki að hætta að tala um hana.

Sveinar sagði við mig í dag að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með mig. Í dag nefnilega talaði ég bara um dans, og dansæfingar. Gamli hópurinn minn notaði nefnilega lokaatriðið mitt úr skólanum í keppni fyrir sunnan og ég er búin að vera í skýjunum með það! Ánægð að einhver geti notað það þar sem ég er orðin ansi þung á mér og stirð. Þegar hann mætti til vinnu sat ég á gólfinu inn í sal og gerði furðulegar æfingar með 90's tónlist í eyrunum, og sönglaði með. Svo þurfti ég nauðsynlega að fá að skreppa frá vinnu til að hendast niður á pósthús og ná í nýju fallegu peysuna mína.

Auðvitað sagðist hann ekki hafa átt von á þessu frá mér. Hann hélt nefnilega and i quote; '..að þú værir ekki þessi feminine týpa, og svo kem ég og þú ert bara að teygja og dansa og eitthvað!' end quote.

Hann um það. Ég get sko alveg verið þessi stelpulega týpa! Sem talar um föt og stráka og sem dansar. Ég sem dansa í höfðinu á mér hvort eð er.

Ég er ofboðslega ánægð í dag. Búin að sakna Erlu soltið undanfarið og fæ stundum yfir mig gremjukast þar sem ég huxa með mér að ef einhver ætti að vera hjá mér á meðan ég er að standa í þessu barnastandi þá væri það hún. Að ef ég hef eitthvað að segja, sem önnur eyru ættu ekki að heyra, þá ætti hún að vera hjá mér. En það er sjálfsagt eigingirni.

Mér þykir rosa vænt um hvað allir sýna mér mikla umhyggju og þess háttar þessa dagana, but newsflash; ólétta er ekki sjúkdómur! Og mér finnst fátt leiðinlegra en að ræða um börn. Þó það sé mitt eigið.

Svo finnst mér ég svo afar fátæk í svörum, því ég segi alltaf það sama. Ég er hress, en ég æli. Ég er með hausverk og beinverki. Mér líður eins og ég sé búin að vera með flensu í fjóra mánuði með einstaka ælupesti. Eða þynnku. En mér líður samt ekkert illa! Og engar rosalegar skapgerðarbreytingar! .. heh .. hehehe ... næstum.

En nú ætla ég að fara að horfa á sjónvarpið í vinnunni minni. Spjalla við strákana um nýju peysuna mína. Úúúú og dans!

Man, are they in for a treat!

Wednesday, October 24, 2007

Bumba.

Ég mun aldrei stofna barnalandssíðu, en það er bara afþví að ég ber í brjósti personal grudge til Barnalands. Í staðinn ætla ég að skella einni bumbumynd hingað inn.



Glöggir sjá að Kormákur er á leið ofan í baðið til okkar. Hann er nefnilega ekkert hrifinn af þessum litla púka sem er að vaxa inní mér. Ræðst á mig uppúr þurru og hvæsir. Elska'nn samt. Þeir sem eru ekki aðeins glöggir heldur einnig afar klárir sjá líka að ég er butt naked on a zebra.

Þarna er ég komin 15 vikur.

Thursday, October 11, 2007

Púff!

Jájá, lífið er svart og dimmt og enginn er glaður og allir þurfa hjálp. Gott að ég eyddi heilmikilli orku í að skrifa vandaðan pistil um annars drepleiðinlegt efni.

Sit og hlusta á gospel. Gospel er nú einu sinni sálartónlist, og ég hef svo mikla svoleiðis. Búin að hitta svo mikið af fólki undanfarið sem hefur bara enga sál! Nei, djók.
Svona í alvöru, þá er ég búin að hitta mikið af fólki sem er með lítið sjálfsálit, eða er á einhvern hátt ekki sátt með sjálft sig eða útlitið. Sagt er að fegurðin komi að innan.. ohh dæmigert ég samt að fæðast svona á röngunni.

Og annað sem er dæmigert ég, var með hausinn fullan af huxunum áðan, þurfti að hlaupa aðeins og sinna vinnunni, því jújú ég er víst í vinnunni, og PÚFF allt dottið út! Man ekki stakt orð af því sem ég ætlaði að segja.

Æjji, kannski næst.

Monday, October 01, 2007

...

Hey, litla geimveran, púkinn og sníkjudýrið sem veldur hjá mér uppköstum og ógleði, svefnleysi og sífelldum klósettferðum lítur einhvern veginn svona út í dag...



Samt... afþví að hún er með svo fríkí stóran haus þá ætla ég að líta framhjá biturð minni. Enda trúi ég því varla að þetta sé að vaxa inní mér! Og hvað ég elska hana strax mikið!

Merkilegt.