Wednesday, August 15, 2007

Jeijj!

Jess, myndasnúran mín kom í leitirnar svo ég gat loksins hlaðið myndunum mínum inná tölvuna!

Þetta er saga sem ég hef beðið með að segja þar til myndirnar gætu fylgt, því hún er svo skemmtileg. Ég og Sólin ákváðum eitt kvöldið að fá okkur kaldan mjöð, eins og áður. Svo hún hélt sem leið lá til mín í Hrísalundinn. Eftir nokkra kalda, var haldið niður í bæ þar sem beið okkur frábær félagsskapur og yndislegt kvöld. Ekki eðlilegt kvöld, en yndislegt.

Myndir segja meira en þúsund orð:



Kvöldið byrjaði nú alveg rólega hjá okkur stöllum..


Sunna drakk nokkra svona..



Erla greinilega líka... já, greinilega...



Allir hressir.. enginn eðlilegur. Neibbs, alveg örugglega enginn!



...enginn.. neibb.. enginn.




Við Erla að reyna að vera sætar.. Það endist aldrei..



Við reynum alltaf... en það virðist aldrei ganga!



Sem sagt.. frábært kvöld með frábæru fólki! Takk allir saman! :*

Thursday, August 09, 2007

...

Mig langar að vera krakki aftur. Svo ég gerði lista yfir það sem ég þarf að gera til að geta talist sem krakki. Hálfþrítugur krakki.
Ég þarf að..

1. Syngja í hárburstann minn, fjarstýringuna eða jafnvel sjampóbrúsann.
2. Spila lag sem mér finnst skemmtilegt hátt og oft.
3. Labba berfætt í blautu grasinu.
4. Lesa bara teiknimyndasögurnar í blaðinu, henda hinu.
5. Alls ekki stíga á strik á gangstéttum.
6. Spila bara leiki þar sem ég bý til reglurnar jafnóðum.
7. Finna fallega steina og safna þeim!
8. Borða ís í morgunmat.
9. Kyssa frosk, bara til öryggis. Kettir virka líka. Til öryggis..
10. Láta lesa fyrir mig sögu.
11. Taka tilhlaup yfir polla og hoppa á öðrum fæti yfir gangbrautir.
12. Fela grænmetið mitt í sérvettunni minni.
13. Vaka framyfir háttatímann minn.
14. Borða eftirréttinn fyrst.
15. Nöldra pínulítið og fá mér svo lúr.
16. Setja alltof mikinn sykur ofan á seríósið mitt eða kornflexið.
17. Setja upp fýlusvip næst þegar einhver segir ‘nei’ við mig.
18. Spyrja ‘afhverju’ rosa oft.
19. Trúa á ævintýri.

Fyndið. Þegar ég las yfir þetta áttaði ég mig á því að ég geri þetta reglulega!

1. Ég syng og tala iðulega í hárburstann, fjarstýringuna, sjampóbrúsann og jafnvel skrúfjárn þegar enginn sér til. Þá stend ég fyrir framan spegilinn í ímynduðu viðtali hjá Jay Leno eða Oprah Winfrey, oftast eftir að ég vann Nobelinn. Stundum eftir Grammy og einstaka sinnum eftir Óskarinn. Ég hef einnig nokkrum sinnum verið gestur í Kastljósi.
2. Oftast þegar ég heyri lag í fyrsta skipti sem mér finnst skemmtilegt, þá spila ég það oft og mishátt. Stundum í hátt í tvo sólarhringa. Og fæ samt ekki leið á því. OCD anyone?!
3. Ég elska að vera berfætt! Geng oftast um berfætt, utan þess þegar ég á von á líkamsmeiðingum. Oft í grasi, sjaldan blautu.
4. Í blaðinu les ég oftast einungis slúðrið og teiknimyndasögurnar. Hitt les ég á netinu eða horfi á í sjónvarpinu. Fréttir hvað?
5. Þetta geri ég oft. Bannað að stíga á strik! Og finnst alltaf jafn skemmtilegt! Enda vinn ég oftast.
6. Flestir leikir sem ég spila snúast um reglurnar mínar. Uppáhalds leikurinn minn kallast I win. Enda vinn ég oftast.
7. En leiðinlegt.
8. Ég borða hvað sem er á morgnana, ís, snakk, hlaupabirni.. bara það sem mér dettur í hug að borða!
9. Ojj, þetta gerði ég samt aldrei! En ég kyssi kisann minn reglulega, til öryggis.
10. Ég elska að láta lesa fyrir mig sögur! Svona rétt fyrir svefninn.. en þær eru flestar klúrar.
11. Haha! Mér finnst skemmtilegra að hoppa ofan í pollana.
12. Huh.. hvaða grænmeti?
13. Huh.. hvaða háttatíma?
14. Reglulega! En ég er samt firm believer á að geyma það besta þar til síðast.
15. Ég nöldra mikið og oft. En nenni yfirleitt ekki að fá mér lúr. Sem gefur mér meiri tíma til að nöldra meira og oftar.
16. Já takk. Ég fæ mér smávegis kornflex með sykrinum mínum.
17. Ég vil ekki heyra orðið ‘nei’ og á oft erfitt með að hemja það að setja upp reiðisvip eða stappa niður fótunum þegar það gerist.
18. Afhverju er skemmtilegasta spurningin sem Guð datt í hug.
19. Ævintýri gerast á hverjum degi!

Einu sinni bjuggu þrjár litlar mýs í ruslaskápnum mínum, þær voru Mamma mús, Pabbi mús og Mikki mús. Þau elskuðu að spila körfubolta en gátu því miður ekki stundað hann mikið. Því þær voru mýs.

Einn daginn setti ég upp gildrur inn í ruslaskápinn.
Fyrsta daginn fann ég Pabba mús dáinn.
Annan daginn fann ég Mömmu mús dána.
Þriðja daginn fann ég svo Mikka mús og kærustuna hans sem hann hafði tekið með heim til að kynna fyrir foreldrunum í fyrsta sinn, bæði dáin.

Segðu svo að ég trúi ekki á ævintýri.

Wednesday, August 08, 2007

...

Já! Það er rétt. Þetta gerist þegar mér leiðist. Ég finn hjá mér þörf til að breyta til. Og í staðinn fyrir að skipta um húsnæði, maka, bíl eða jafnvel að flytja úr landi bitnar það á bloggsíðunni minni.

Ég er í vinnunni. Sem þýðir það að ég er ekki að gera neitt í augnablikinu.. því annars væri ég ekki að skrifa pistil. Döööh.

Ég hef rosalega mikið að gera samt, en ég geri það bara svo hratt, eiginlega á ljóshraða. Sem þýðir það að þegar ég er búin að gera allt sem ég þarf að gera hef ég aðeins elst um einn dag, en þið öll um 18 ár. Það er rosalegt. Allir orðnir geðveikt gamlir og ég ennþá bara að hanga í tölvunni. Fjúhh! Svekkjandi?

Veturinn er mín árstíð (hah, skrifaði næstum því árshátíð! Það hefði verið vandræðalegt). Þá líður mér best, sem ég tel tengjast því að á sumrin sef ég eiginlega ekki neitt. Á sumrin er ég stressaðari og tæpari á flestan hátt, örugglega hálf leiðinleg oft. En á veturna róast ég, myrkrið róar mig og kuldinn hlýjar mér og það er fyrst þá sem ég byrja að lesa aftur af einhverju viti, og skrifa. Á veturna syng ég líka meira. Og vitiði hvað..?

Það er bráðum að koma vetur! Ég bíð með öndina í hálsinum eftir fyrstu snjókornunum, og stuttu eftir það koma jólin! Og þá er sko gaman að vera til! :D

Æjji.. indæli vetur! Getur hann ekki bara komið á morgun?