Wednesday, August 08, 2007

...

Já! Það er rétt. Þetta gerist þegar mér leiðist. Ég finn hjá mér þörf til að breyta til. Og í staðinn fyrir að skipta um húsnæði, maka, bíl eða jafnvel að flytja úr landi bitnar það á bloggsíðunni minni.

Ég er í vinnunni. Sem þýðir það að ég er ekki að gera neitt í augnablikinu.. því annars væri ég ekki að skrifa pistil. Döööh.

Ég hef rosalega mikið að gera samt, en ég geri það bara svo hratt, eiginlega á ljóshraða. Sem þýðir það að þegar ég er búin að gera allt sem ég þarf að gera hef ég aðeins elst um einn dag, en þið öll um 18 ár. Það er rosalegt. Allir orðnir geðveikt gamlir og ég ennþá bara að hanga í tölvunni. Fjúhh! Svekkjandi?

Veturinn er mín árstíð (hah, skrifaði næstum því árshátíð! Það hefði verið vandræðalegt). Þá líður mér best, sem ég tel tengjast því að á sumrin sef ég eiginlega ekki neitt. Á sumrin er ég stressaðari og tæpari á flestan hátt, örugglega hálf leiðinleg oft. En á veturna róast ég, myrkrið róar mig og kuldinn hlýjar mér og það er fyrst þá sem ég byrja að lesa aftur af einhverju viti, og skrifa. Á veturna syng ég líka meira. Og vitiði hvað..?

Það er bráðum að koma vetur! Ég bíð með öndina í hálsinum eftir fyrstu snjókornunum, og stuttu eftir það koma jólin! Og þá er sko gaman að vera til! :D

Æjji.. indæli vetur! Getur hann ekki bara komið á morgun?

2 comments:

Sunna said...

ohhh.... ég elska jólin.

Anonymous said...

Breytingar eru alltaf af því góða... þær þroska mann.

Jólin eru langt langt í burtu elskan en það er rosalega hollt að hlakka til þeirra...

Af hverju eyddiru út helling af bloggum??? :O

En Alfa 2 dagar ertu game?

stórt og fast faðmlag .. núna á eftir:)