Thursday, October 11, 2007

Púff!

Jájá, lífið er svart og dimmt og enginn er glaður og allir þurfa hjálp. Gott að ég eyddi heilmikilli orku í að skrifa vandaðan pistil um annars drepleiðinlegt efni.

Sit og hlusta á gospel. Gospel er nú einu sinni sálartónlist, og ég hef svo mikla svoleiðis. Búin að hitta svo mikið af fólki undanfarið sem hefur bara enga sál! Nei, djók.
Svona í alvöru, þá er ég búin að hitta mikið af fólki sem er með lítið sjálfsálit, eða er á einhvern hátt ekki sátt með sjálft sig eða útlitið. Sagt er að fegurðin komi að innan.. ohh dæmigert ég samt að fæðast svona á röngunni.

Og annað sem er dæmigert ég, var með hausinn fullan af huxunum áðan, þurfti að hlaupa aðeins og sinna vinnunni, því jújú ég er víst í vinnunni, og PÚFF allt dottið út! Man ekki stakt orð af því sem ég ætlaði að segja.

Æjji, kannski næst.

3 comments:

Anonymous said...

Þú skrifar nú oftast best þegar þú ert þung á þér.. finnst mér..

En langar frekar að þú skrifir illa en að líða ill! Svo næst býst ég við alveg ÖMURLEGU bloggi..Ok?

Ps. Hvernig pössuðu bikiníin???

Pss. Elska stóru systur mikið mikið!

Knús

Anonymous said...

...vonandi næst já ;)

Anonymous said...

HæHæ Frænka:)
Vildi bara segja Hæ og kvitta fyrir mig:) Vonandi hefuru það bara alveg æðislega gott:) Fullt af knúsum:)
Kv.Árdís Hulda Frænka:)