Wednesday, December 12, 2007

Jólaskór..

Í morgun þegar ég vaknaði beið mín gjöf frá Stekkjastaur félaga mínum!

Ekki aðeins var það merkilegt fyrir þær sakir einar að ég setti hreinlega skóinn (reyndar hvítt gellustígvél sem ég var búin að gleyma að ég ætti!) ekkert út í glugga í gær, heldur fékk ég líka uppáhalds súkkulaðið mitt; maltesers!

Á vissan hátt vekur það þó hjá mér óhug.. í fyrsta lagi er ég ennþá skráð hjá ma og pa svo hvernig gat hann sér þess til að ég væri íbúi í ákveðinni íbúð, á ákveðinni hæð, í ákveðnu húsi á Akureyri? Og í öðru lagi.. hvernig vissi hann á hvaða súkkulaði ég hef slíkt dálæti!?

En Lúlli fékk því miður ekkert, og þegar ég sýndi samhug minn í morgun og vorkunn yfir tómum skónum hans (sem þó var enn í forstofunni..) hló hann og sagði að hann hefði rætt við jólasveininn og þeir hefðu ákveðið að jólabarnið á heimilinu ætti skilið að fá góðgæti í skóinn.

En hver veit, kannski launar jólasveinninn yndislega manninum mínum þolinmæðina og fallegt hjartalag í kvöld?

Þ.e.a.s ef hann fer góður að sofa.

No comments: